Fjárhagsáætlun 2021; endurskoðun á samningi frá 2014

Málsnúmer 202009049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:04.

Tekin fyrir fundargerð Öldungaráðs frá 25. júní 2020 en í fundargerðinni kemur fram ósk frá Félagi eldri borgara um að endurskoða samning frá 2014 í tengslum við fjárhagsáætlun 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Félagsmálaráð - 243. fundur - 29.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði dags. 11.09.2020. Í bókun Byggðarráðs kemur fam að "Tekin hafi verið fyrir fundargerð Öldungarráðs frá 25. júní 2020 en í fundargerð komi fram ósk frá Félagi eldri borgara um að endurskoða samning frá 2014 í tengslum við fjárhagsáætlun 2021". Byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021
Félagsmálaráð leggur til hækkun á nýjum samningi við félag eldri borgara. Lagt er til að styrkurinn verði uppreiknaður samkvæmt vísitölu frá samningi 2014. Gert hefur verið ráð fyrir slíkri hækkun í drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.