Fjárhagsáætlun 2021; Leikvöllur í utanbænum - ábending

Málsnúmer 202009045

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Rúnu Kristínu Sigurðardóttur, dagsett 3. september 2020, ábending vegna fjárhagsáætlunargerðar 2021. Óskað er eftir því að leikvöllurinn í utanbænum, norðan við Ægisgötuna verði bættur betri leiktækjum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eignasjóðs og íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 123. fundur - 06.10.2020

Óskað var eftir að leiktæki yrði sett upp á leikvellinum í utanbænum. Leiktæki var sett upp í utanbænum eftir að erindið barst.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gerð verði heildarsýn á leikvelli Dalvíkurbyggðar. Hvar eiga að vera staðsettir leikvellir, hvað á að vera á þeim og í framhaldinu verði hægt að gera uppbyggingar- og viðhaldsáætlun fyrir leikvelli. Íþrótta- og æskuýðsráð felur íþrótta- og æskuýðsfullrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs í samvinnu við aðila frá umhverfsissviði að skila inn fullmótuðum tillgöum eigi síðar en 1. apríl 2021.