Frá Umboðsmanni barna; Um hlutverk og tilgang ungmennaráðs sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga

Málsnúmer 202008074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 953. fundur - 03.09.2020

Tekið fyrir bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 26. ágúst 2020, þar sem því er beint til sveitarfélaga að líta til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggja að í ungmennaráðum eigi eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau. Fram kemur að samkvæmt nýlegri rannsókn eru 44 af 51 ungmennaráðum í sveitarfélögum landsins skipuð að hluta til eða jafnvel að öllu leyti, ungu fólki sem er orðið 18 ára.

Í erindisbréfi Ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar segir í grein 2 um skipun ráðsins;
"Fulltrúar geta þeir verið sem eiga lögheimili í Dalvíkurbyggð og eru 14 - 20 ára á árinu sem skipað
er í ráðið. Góð aldursdreifing er æskileg en er þó ekki skilyrði."

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Ungmennaráðs og felur ráðinu að endurskoða gildandi erindisbréf til vísan til erindis Umboðsmanns barna.

Ungmennaráð - 29. fundur - 15.10.2020

Tekið fyrir bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 26. ágúst 2020, þar sem því er beint til sveitarfélaga að líta til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggja að í ungmennaráðum eigi eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau. Fram kemur að samkvæmt nýlegri rannsókn eru 44 af 51 ungmennaráðum í sveitarfélögum landsins skipuð að hluta til eða jafnvel að öllu leyti, ungu fólki sem er orðið 18 ára.
Ungmennaráð telur mikilvægt að ungmenni eldri en 18 ára fái áfram rödd í ungmennaráði. Ráðið leggur til að drög að erindisbréfi sem ungmennaráð samþykkti á fundi 25. apríl 2018 verði samþykkt. þar er aldursviðmið ungmennaráðs Dalvikurbyggðar miðað við 14-22 ára.

Ungmennaráð - 30. fundur - 14.02.2021

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir fundi sem hann átti með umboðsmanni barna og fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar var rætt um stöðu ungmennaráða og var ákveðið að vinna þetta frekar saman með það að markmiði að skýra betur hlutverk ungmennaráða.