Förgun úrgangs og malarnám í landi Hrísa

Málsnúmer 202005056

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 338. fundur - 12.06.2020

Til umræðu innsent erindi frá Hjörleifi Hjartarssyni vegna förgunar úrgangs og malarnáms í landi Hrísa.
Steinþór vék af fundi kl. 09:10
Umhverfisráð þakkar Hjörleifi ábendingarnar og óskar eftir að hann komi á næsta fund ráðsins.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Til umræðu innsent erindi frá Hjörleifi Hjartarssyni dags. 03. september 2020 vegna Friðlands Svarfdæla þar sem hann óskar eftir að allri losun á úrgangi verði hætt í Hrísahöfða.
Umhverfisráð leggur til að bannað verði að losa allan úrgang í Hrísahöfða nema garðaúrgang og að sett verði upp skilti til leiðbeininga.
Samkvæmt upplýsingum ráðsins er verndaráætlun Friðlands Svarfdæla langt komin og gert ráð fyrir að hún verði tilbúin í vetur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum