Uppsögn á leigusamningi

Málsnúmer 202004131

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 942. fundur - 30.04.2020

Tekið fyrir bréf frá Bakkabjörg ehf. dagsett 28. apríl 2020, uppsögn á leigusamningi vegna Rima frá og með mánaðarmótunum apríl/maí 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að leysa Bakkabjörg ehf. undan leigusamningi vegna Rima frá og með mánaðarmótunum apríl/maí.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela eignasjóði að auglýsa félagsheimilið Rima og tjaldstæðið við Rima til leigu til lengri eða skemmri tíma.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Bakkabjörg ehf. dagsett 28. apríl 2020, uppsögn á leigusamningi vegna Rima frá og með mánaðarmótunum apríl/maí 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að leysa Bakkabjörg ehf. undan leigusamningi vegna Rima frá og með mánaðarmótunum apríl/maí.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela eignasjóði að auglýsa félagsheimilið Rima og tjaldstæðið við Rima til leigu til lengri eða skemmri tíma."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs vegna uppsagnar leigusamnings.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, að auglýsa félagsheimilið Rima og tjaldstæðið við Rima til leigu til lengri eða skemmri tíma.