Frá Fiskideginum Mikla, vegna ákvörðunar um að fresta afmælishátíð Fiskidagsins um eitt ár.

Málsnúmer 202004092

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 942. fundur - 30.04.2020

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 13:04 vegna vanhæfis.

Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, kom inn á fundinn kl. 13:04.

Tekin fyrir fréttatilkynning Fiskidagsnefndar frá 15. apríl 2020 en í ljósi aðstæðna hefur stjórn Fiskidagsins mikla ákveðið að fresta afmælishátíðinni um eitt ár.

Því verður engin Fiskidagshátíð í ár en 20 ára afmælishátíð Fiskidagins mikla að öllu óbreyttu haldin dagana 6. til 8. ágúst 2021.

Júlíus fór yfir ákvörðun nefndarinnar og áætlanir og verkefnin í framhaldinu.

Júlíus vék af fundi kl. 13:22.
Byggðaráð staðfestir með 2 atkvæðum styrk við Fiskidaginn mikla samkvæmt fjárhagsáætlun 2020.

Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Byggðaráð fagnar ákvörðun Fiskidagsins mikla um að fella niður hátíðarhöld í ágúst 2020 vegna Covid-19 ástandsins.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 13:04 vegna vanhæfis. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, kom inn á fundinn kl. 13:04. Tekin fyrir fréttatilkynning Fiskidagsnefndar frá 15. apríl 2020 en í ljósi aðstæðna hefur stjórn Fiskidagsins mikla ákveðið að fresta afmælishátíðinni um eitt ár. Því verður engin Fiskidagshátíð í ár en 20 ára afmælishátíð Fiskidagins mikla að öllu óbreyttu haldin dagana 6. til 8. ágúst 2021. Júlíus fór yfir ákvörðun nefndarinnar og áætlanir og verkefnin í framhaldinu. Júlíus vék af fundi kl. 13:22.

Byggðaráð staðfestir með 2 atkvæðum styrk við Fiskidaginn mikla samkvæmt fjárhagsáætlun 2020. Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis. Byggðaráð fagnar ákvörðun Fiskidagsins mikla um að fella niður hátíðarhöld í ágúst 2020 vegna Covid-19 ástandsins."

Undir þessum lið tóku til máls:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:24.
Þórhalla Franklín Karlsdóttir
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Sveitarstjórn fagnar ákvörðun Fiskidagsins mikla um að fella niður hátíðarhöld í ágúst 2020 vegna Covid-19 ástandsins.

Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.