Bygging geymslusvæðis á skíðasvæðinu

Málsnúmer 202004057

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 941. fundur - 15.04.2020

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur dagsett 13. apríl 2020 vegna fyrirhugaðrar byggingar geymsluhúsnæðis á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli sem er á fjárhagsáætlun 2020-2022.

Óskað er eftir því að byggðaráð skoði hvort hægt sé að flýta framkvæmdinni þannig að hún komi til á árinu 2020, sem aðgerð til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins COVID-19.
Byggðaráð samþykkir að fá fulltrúa Skíðafélags Dalvíkur og byggingarnefndar til viðræðna um málið.

Byggðaráð - 942. fundur - 30.04.2020

Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl var tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur dagsett 13. apríl 2020 vegna fyrirhugaðrar byggingar geymsluhúsnæðis á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli sem er á fjárhagsáætlun 2020-2022. Óskað er eftir því að byggðaráð skoði hvort hægt sé að flýta framkvæmdinni þannig að hún komi til á árinu 2020, sem aðgerð til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins COVID-19.

"Byggðaráð samþykkir að fá fulltrúa Skíðafélags Dalvíkur og byggingarnefndar til viðræðna um málið."

Með fundarboði fylgdi minnisblað byggingarnefndar og stjórnar Skíðafélagsins vegna fyrirhugaðrar byggingar.
Ennþá er verið að afla gagna til að ljúka kostnaðaráætlun.
Byggðaráð frestar málinu til næsta fundar að ósk bygginganefndar Skíðafélagsins.