Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 8. apríl 2020, svar við umsókn Dalvíkurbyggðar um viðbótarframlag úr sjóðnum til að mæta íþyngjandi kostnaði vegna snjómoksturs veturinn 2019-2020.
Ákveðið var að bíða með ákvörðun nefndarinnar um viðbótarframlög til sveitarfélaga þar til komin er skýrari mynd á lækkun tekna sjóðsins á árinu 2020 vegna Covid-19 veirunnar. Verður málið því tekið fyrir að nýju á næstu fundum nefndarinnar.