Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru

Málsnúmer 202002084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 936. fundur - 05.03.2020

Lagðar fram til kynningar margvíslegar upplýsingar sem borist hafa vegna viðbragða og verklagsreglna vegna kóróna veirunnar.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, gerði grein fyrir upplýsingafundum sem hún hefur setið með Almannavarnanefnd vegna málsins. Einnig fór hún yfir viðbrögð stofnana sveitarfélagsins og upplýsingar hafa verið veittar til starfsfólks og viðskiptavina.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 334. fundur - 06.03.2020

Til kynningar innsent erindi frá Umhverfisstofnun dags. 27. mars 2020 vegna nýrrar kórónuveiru (2019-nCoV). Ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis hefur lýst yfir óvissustigi.
Samkvæmt landsáætlun vegna heimsfaraldurs ber Umhverfisstofnun þegar kemur til óvissustigs m.a. að gera áætlun vegna meðhöndlunar úrgangs og smithættu af úrgangi í heimsfaraldri, gera verklagsreglur vegna smithættu af sorpi og meðhöndlun úrgangs ásamt því að samræma hlutverk heilbrigðisfulltrúa og sinna ráðgjöf til samstarfsaðila.
Hjálagt er áætlun og verklagsreglur vegna meðhöndlunar á úrgangi.
Lagt fram til kynningar

Veitu- og hafnaráð - 94. fundur - 01.04.2020

Í ljósi aðstæðna vegna nýrrar kórónaveiru (2019-nCoV) hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis lýst yfir óvissustigi.

Samkvæmt landsáætlun vegna heimsfaraldurs ber Umhverfisstofnun þegar kemur til óvissustigs m.a. að gera áætlun vegna meðhöndlunar úrgangs og smithættu af úrgangi í heimsfaraldri, gera verklagsreglur vegna smithættu af sorpi og meðhöndlun úrgangs ásamt því að samræma hlutverk heilbrigðisfulltrúa og sinna ráðgjöf til samstarfsaðila.

Í viðhengi má finna framangreinda áætlun og verklagsreglur um meðhöndlun úrgangs.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að kynna verklagsreglur fyrir starfsmönnum Hafnasjóðs. Samhliða þessu fóru fram umræður um móttöku úrgangs frá skipum og var ákveðið að taka það fyrir sem sér lið á næsta fundi ráðsins.