Umsókn um styrk til að innleiða velferðartækni

Málsnúmer 202002028

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 237. fundur - 11.02.2020

Lagt fram erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 04.02.2020 en Norræna velferðarmiðstöðin hefur opnað fyrir umsóknir til að sækja um aðstoð frá sérfræðingum að innleiða velferðartækni. Þetta er í annað sinn sem miðstöðin opnar fyrir slíkar umsóknir. Velferðartæknismiðjan í Reykjavík og Öldrunarheimilin á Akureyri hafa nýtt sér þjónustu þeirra á síðasta ári. Einnig er bent á að 2. apríl n.k. verður Sambandið með vinnustofu í samvinnu við Norrænu velferðarmiðstöðina um hvernig til tókst við innleiðingu velferðartækninnar. Daginn eftir verður svo Dagur stafrænnar framþróunar sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.