Frá íbúum Túnahverfis - vegna fjárhagsáætlunar 2020

Málsnúmer 201909020

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 917. fundur - 05.09.2019

Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2019. Þar er ítrekuð beiðni um að hafinn verði undirbúningur og vinna við frágang opna svæðisins/leiksvæðisins í hverfinu. Einnig að lokið verði við frágang og að umhirða hverfisins verði bætt. Íbúarnir árétta það sem komið hefur fram í fyrri bréfum að þeir vilja gjarnan leggja fram vinnu við standsetningu svæðisins í samstarfi við sveitarfélagið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs vegna fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020.

Umhverfisráð - 327. fundur - 27.09.2019

Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2019. Þar er ítrekuð beiðni um að hafinn verði undirbúningur og vinna við frágang opna svæðisins/leiksvæðisins í hverfinu. Einnig að lokið verði við frágang og að umhirða hverfisins verði bætt. Íbúarnir árétta það sem komið hefur fram í fyrri bréfum að þeir vilja gjarnan leggja fram vinnu við standsetningu svæðisins í samstarfi við sveitarfélagið.
Umhverfisráð þakkar íbúum Túnahverfis fyrir greinargóða samantekt.

Opið svæði:
Ráðið leggur til að framkvæmdir við opið svæði verði á áætlun 2020 samkvæmt framkvæmdaáætlun ráðsins, og verði unnið í samstarfi við íbúa hverfisins.

Annar frágangur á hverfinu:
Göngustígur milli Miðtúns 1 og 3 er á framkvæmdaáælun 2019 og verður áfram malarstígur.
Göngustígur milli Hringtúns 3 og 5 er á framkvæmdaáætlun 2019 og verður áfram malarstígur.

Framlenging og malbikun á stíg upp úr Steintúni að Brekkuselsvegi:
Vísað til fjárhagsáætlunar 2021-2023.

Göngustígur milli Hringtúns 19 og 21:
Er á framkvæmdaáælun 2019 og verður áfram malarstígur.

Gangstétt framan við Hringtún 15 til 25:
Venjan er að endanlegur frágangur gangstétta fari ekki fram fyrr en búið er að byggja á viðkomandi lóðum, en Hrintún 23 er óbyggð lóð sem gert er ráð fyrir að byggt verði á árinu 2020, komi til þess verður gangstétt kláruð.

Malbikun fyrir framan Hringtún 3 og 5:
Verður framkvæmt á þessu ári.

Göngustígur milli Hringtúns 30 og 32:
vísað til fjárhagsáætlunar 2021-2023.

Lagfæring á malbiki á horni Hringtúns og Samtúns.
Verður framkvæmt á þessu ári.

Umhirða í hverfinu:
Umhverfisráð gerir ráð fyrir að þegar frágangi á opna svæðinu og framkvæmdum við göngustíga verður lokið muni umhirða svæðisins verða betri.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum