Fjárhagsáætlun 2020; beiðni um framlag vegna fjárfestinga og framkvæmda

Málsnúmer 201909006

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 917. fundur - 05.09.2019

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 1. september 2019, ósk um að fimm atriði komist á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2020-2023:
1) Geymsluhúsnæði fyrir snjótroðara.
2) Lýsing Brekkuselsvegar að fólkvanginum.
3) Viðgerð á bílastæðum í fólkvanginum.
4) Töfrateppi (færiband) fyrir byrjendur og yngstu börnin.
5) Endurnýjun á snjótroðaranum.
Fylgiskjöl með erindinu eru ítarleg greinargerð um málið með ítarlegri kostnaðar- og framkvæmdaáætlun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa 1., 4. og 5. lið til íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa 2. og 3. lið til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

Umhverfisráð - 327. fundur - 27.09.2019

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 1. september 2019, ósk um að fimm atriði komist á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2020-2023:
1) Geymsluhúsnæði fyrir snjótroðara. 2) Lýsing Brekkuselsvegar að fólkvanginum. 3) Viðgerð á bílastæðum í fólkvanginum. 4) Töfrateppi (færiband) fyrir byrjendur og yngstu börnin. 5) Endurnýjun á snjótroðaranum. Fylgiskjöl með erindinu eru ítarleg greinargerð um málið með ítarlegri kostnaðar- og framkvæmdaáætlun.
Lið 2 og 3 var vísað til afgreiðslu umhverfisráðs.
Umhverfisráð þakkar skíðafélaginu innsend erindi.

Liður 2. Lýsing Brekkuselsvegar að fólkvanginum:
Í gildandi umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir götulýsingu á Brekkuselsvegi, en vegurinn er í umsjá Vegagerðarinnar. Ráðið hefur þegar komið þessari ábendinu á framfæri við Vegagerðina.

Liður 3. Viðgerð á bílastæðum í fólkvanginum:
Umhverisráð telur ekki þörf á að fara í þessa framkvæmd að sinni.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.


Íþrótta- og æskulýðsráð - 113. fundur - 01.10.2019

Farið yfir beiðnir félagsins. Vísað til afgreiðslu undir málinu Fjárhagsáætlun 2020 (201906041)