Fjárhagsáætlun 2020; Frá Dalvíkurkirkju - vegna fjárhagsáætlunar 2020

Málsnúmer 201908065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 917. fundur - 05.09.2019

Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 28. ágúst 2019, þar sem óskað er eftir fjárstyrk á fjárhagsáætlun 2020 með niðurfellingu fasteignagjalda. Með erindinu fylgdi ársreikningur Dalvíkurkirkju vegna ársins 2018.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

Menningarráð - 75. fundur - 19.09.2019

Á 917. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 9. september sl., var tekin fyrir umsókn frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju um áframhaldandi styrk vegna Dalvíkurkirkju.

Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 28. ágúst 2019, þar sem óskað er eftir fjárstyrk á fjárhagsáætlun 2020 með niðurfellingu fasteignagjalda. Með erindinu fylgdi ársreikningur Dalvíkurkirkju vegna ársins 2019.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020.
Menningarráð leggur til að orðið verði við beiðni um rekstrarstyk að fjárhæð kr. 170.000. Styrkurinn verði tekinn af lykli 5810 - 9145.