Ósk um breytingu á gangnadögum 2019

Málsnúmer 201906012

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 128. fundur - 08.08.2019

Tekið fyrir erindi frá Zophoníasi Inga Jónmundssyni dags. 28. maí 2019 þar sem óskað er eftir breytingum á auglýstum gangnadögum.
Eins og áður hefur komið fram hefur Landbúnaðarráð ekki sett sig upp á móti að bændur smali sín heimaupprekstarlönd á sína ábyrgð vegna sumarslátrunar óháð auglýstum gangnadögum, en taka skal fram að ef komi fram ókunnugt fé við þannig smölun þá skal því komið aftur á fjall.
Landbúnaðarráð hafnar erindi Zophoníasar um að smalanir í heimaupprekstrarlöndum til sumarslátrunar í ágústmánuði teljist til gangnadagsverka að hausti. Hinsvegar skal bent á þann möguleika sem hefur verið notaður í einstaka fjallskiladeildum að ef lítil kindavon er á vissum svæðum og þau svæði mun auðveldari til smölunar en önnur svæði innan sömu deildar, að hafa allt að helmingi fleiri kindur á bakvið hvert gangnaskil á þeim svæðum. Fjallskilanefndir viðkomandi deildar geta tekið ákvarðanir um slíka tilhögun.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.