Húsaleigusamningur um gæsluvallarhús

Málsnúmer 201906010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 942. fundur - 30.04.2020

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fundinn kl. 13:27.

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Dagur Óskarsson komu inn á fundinn kl. 13:27.

Tekið fyrir erindi frá Degi Óskarssyni dagsett 15. apríl 2020, ósk um endurnýjun á leigusamningi um gæsluvallarhús.

Dagur kynnti áform sín um nýtingu hússins.

Dagur vék af fundi kl. 13:57.
Börkur vék af fundi kl. 14:08.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga til viðræðna við Dag Óskarsson um áframhaldandi leigu gæsluvallarhúss til eins árs að hámarki, til 30. apríl 2021.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:29.

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Dagur Óskarsson komu inn á fundinn kl. 13:27. Tekið fyrir erindi frá Degi Óskarssyni dagsett 15. apríl 2020, ósk um endurnýjun á leigusamningi um gæsluvallarhús. Dagur kynnti áform sín um nýtingu hússins. Dagur vék af fundi kl. 13:57. Börkur vék af fundi kl. 14:08.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga til viðræðna við Dag Óskarsson um áframhaldandi leigu gæsluvallarhúss til eins árs að hámarki, til 30. apríl 2021."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.