Frá Eyþingi; Aukaaðalfundur Eyþings

Málsnúmer 201903119

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 26. mars 2019, þar sem boðað er til aukaaðalfundar Eyþings á Hótel Kea 9. apríl n.k. Efni fundarins er að ræða viðræður um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna á svæðinu og niðurstöðu starfshóps um form samstarfs og samvinnu þessara þriggja aðila á sviði atvinnu- og byggðamála til framtíðar.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar tekur jákvætt í tillögu sem liggur fyrir aukaaðalfundi Eyþings hvað varðar undirbúning að stofnun nýs félags sem taki við verkefnum Eyþings, AÞ og AFE. Hvað varðar höfuðstöðvar finnst byggðaráði Dalvíkurbyggðar mikilvægara að horfa til þeirrar augljósu hagræðingar og skilvirkni sem verður af sameiningu félaganna heldur en að staðsetningar aðalskrifstofu sé gerð að bitbeini. Byggðaráð setur spurningamerki við hagræði af því að hafa fjórar skilgreindar starfsstöðvar í staðinn fyrir tvær auk starfa brothættra byggða. Þá telur byggðaráð eðlilegt og samræmast byggðasjónarmiðum að ráða hæfustu umsækjendur í störf án staðsetningar eins og hægt er m.t.t. nútímatækni og fjarfundamenningar og skilgreina starfslýsingar þannig að starfsmenn séu reglulega á ferð og í góðu samstarfi við sveitarstjórnarfólk á starfssvæðinu.
Byggðaráði Dalvíkurbyggðar líst vel á skipulag nýs félags og skipan stýrihóps eins og það er tilgreint í tillögunni.