Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Kaffisamsæti á skíðamóti Íslands

Málsnúmer 201903115

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 23. mars 2019, þar sem fram kemur að Skíðasamband Íslands hefur óskað eftir því við Skíðafélag Dalvíkur að félagið haldi alpagreinahluta Skíðamóts Íslands sem átti að fara fram á Ísafirði 6. - 7. apríl n.k. Gönguhlutinn verður eftir sem áður á Seljalandsdal. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð bjóði keppendum og gestum mótsins til samsætis með veitingum laugardaginn 6. apríl n.k.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk allt að upphæð kr. 150.000, vísað á deild 21500, risna, gegn framvísun reiknings.