Frá Símenntunarstöð Eyjafjarðar; Ársfundur Símey 2019

Málsnúmer 201903103

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Tekið fyrir fundarboð, rafpóstur dagsettur þann 22. mars 2019, frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 10. apríl n.k. kl. 14:15-kl. 15:00 á Akureyri. Að loknum ársfundi mun Jafnréttisstofa halda erindi um Kynjasamþættingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn ef hann hefur tök á.

Fræðsluráð - 237. fundur - 10.04.2019

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
kynnti fundarboð frá Símey um ársfund sem hann mun sitja þann 10. apríl næstkomandi.
Fræðsluráð byrjaði fundinn á því að bjóða Gísla Bjarnason velkominn til starfa.

Lagt fram til kynningar.
Friðrik Arnarson, Jónína Garðarsdóttir og Bjarni Jóhann Valdimarsson komu til fundar kl. 08:10