Frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar; Tillaga frá aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar (BSE) um innkaup mötuneyta.

Málsnúmer 201903098

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Tekið fyrir erindi frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, dagsett þann 21.mars 2019, þar sem kynnt er tillaga frá aðalfundi sambandsins um innkaup mötuneyta. Skorað er á allar bæjar- og sveitarstjórnir í Eyjafirði að beita sér fyrir að mötuneyti grunn- og leikskóla á þeirra vegum noti sem mest af íslensku hráefni.

Til umræðu ofangreint.
Samkvæmt gildandi Skólastefnu Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á að nemendur fái góða og holla næringu.