Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.

Málsnúmer 201902014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 895. fundur - 07.02.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 31. janúar 2019, þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til ungmennaráðs til umfjöllunar.

Ungmennaráð - 20. fundur - 19.02.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 31. janúar 2019, þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórnar (kosningaaldur), 356. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar n.k.
Ungmennaráð telur frumvarpið af hinu góða og finnst mikilvægt að fræðsla til ungra kjósenda fari fram og verði framkvæmd af óháðum aðilum. Einnig telur ráðið að ekki ætti að takmarka aldur í ungmennaráðum sveitarfélaga við 16 ára, þó að aldur til sveitarstjórnarkosninga verði lækkaður.