Frá Forsætisráðuneytinu; Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

Málsnúmer 201901087

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 895. fundur - 07.02.2019

Tekið fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, dagsett þann 28. janúar 2019, þar sem forsætisráðherra hvetur sveitarfélög til að kynna sér heimsmarkmið Sameinu þjóðanna um sjálfæra þróun sem voru einróma samþykkt af aðildarríkjunum árið 2015. Heimsmarkmiðin geta verið mikilvægur leiðarvísir fyrir stefnumótun sveitarfélaga en mörg þeirra hafa beina skírskotun til nærsamfélagsins. Fulltrúi frá Sambandi íslenska sveitarfélaga á sæti í verkefnastjórn um innleiðingu heimsmarkmiðanna. Nálgast má gögn og annan fróðleik á vef verkefnastjórarinnar, heimsmarkmidin.is. Fyrsta kynning á sveitarfélögunum og heimsmarkmiðunum fer fram á Grand hótel í Reykjavík 15. febrúar n.k. Nánari upplýsingar um fundinn verða sendar út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að upplýsingar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verði sent á starfsmenn og kjörna fulltrúa sveitarfélagsins.