Ónotaður styrkur GHD 2018

Málsnúmer 201901025

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 106. fundur - 08.01.2019

Fyrir fjárhagsáætlun 2018 sendi GHD inn erindi um ósk um aukið fjárframlag annars vegar vegna vélakaupa og hins vegar vegna hönnunar/úttektar á golfvellinum. GHD fékk samþykki fyrir allt að 5.000.000.- til vélakaupa sem það hefur nýtt og svo 10.000.000.- í hönnunar/úttektarkostnað vegna golfvallar sem GHD nýtti ekki á síðasta ári.

GHD fannst það ekki réttlætanlegt að taka ósk GHD um að gera ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum og láta kjósa um það ef síðan þarf ekki að gera það með aðra kosti. Með því að gert verði ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum yrði samnýting á þeim mannvirkjum sem nú eru til staðar og það væri hægt að hafa heilsársrekstur með starfsmönnum sem nýtast bæði GHD og SD.

GHD fannst því óábyrgt að nota/eyða þeim 10 milljónum sem það hafði fengið samþykki fyrir í vinnu/endurbætur sem væri ekki örugglega til lausnar á framtíðaraðstöðu golfklúbbsins.

Fram kemur að hver sem niðurstaðan verður í staðsetningu golfvallar, er eftir sem áður mikil þörf á fjármagni til viðhalds og endurbóta á þeim mannvirkjum og tækjum sem þegar eru í rekstri klúbbsins. Stjórn GHD er að vinna að framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir klúbbinn fyrir næstu ár, sem verður skilað inn fljótlega á nýju ári.
Lagt fram til kynningar.