Frá Þjóðskrá Íslands; Ný lögheimilislög - hlutverk sveitarfélaga

Málsnúmer 201811138

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 888. fundur - 29.11.2018

Tekið fyrir erindi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 26.nóvember 2018 þar sem fram kemur að frá áramótum mun Þjóðskrá hætta að taka á móti flutningstilkynningum frá sveitarfélögum landsins, hvort sem þær eru á pappír eða rafrænar í gegnum vef ytri-Soffíu. Þetta er gert á grundvelli nýrra laga um lögheimili og aðsetur sem taka gildi þann 1.janúar. Í 1. mgr. 13. gr. laganna segir: "Tilkynning um breytingu á lögheimili innan lands og aðsetri skal gerð rafrænt eða á starfs­stöðvum Þjóðskrár Íslands í samræmi við reglugerð sem ráðherra er heimilt að setja." Í greinargerð kemur fram að meginreglan verði sú að tilkynningar um lögheimilisskráningar skuli berast með rafrænum hætti.
Í rafbréfinu leggur Þjóðskrá Íslands til lausnir fyrir sveitarfélög. Það er hagur allra, og þar með talið sveitarfélaganna, að lögheimilisskráning einstaklinga sé rétt og því mikilvægt að aðstoða og leiðbeina einstaklingum um hvernig skrá eigi nýtt lögheimili.
Lagt fram til kynningar.