Frá Varasjóði húsnæðismála; Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017.

Málsnúmer 201811078

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 888. fundur - 29.11.2018

Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála dags. 14.11.2018 þar sem fram koma niðurstöður úr könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017.
Varasjóður húsnæðismála, í samvinnu við velferðarráðuneytið og forvera þess, hefur frá árinu 2004 gert árlega könnun á stöðu leiguíbúða hjá sveitarfélögum. Könnunin hefur tekið miklum breytingum frá því að henni var fyrst ýtt úr vör t.d. hefur spurningum fjölgað úr tíu í tæplega 60.
Tilgangur könnunarinnar hefur verið að fylgjast með framvindu og breytingum á stöðu leiguíbúða en upplýsingar hafa meðal annars komið að notum við stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum.
Könnun vegna ársins 2017 var gerð í maí síðastliðnum. Alls bárust svör frá 44 sveitarfélögum, eða 59,5% þeirra. Í þessum sveitarfélögum bjuggu 89,8% landsmanna, sem er nokkru lægra hlutfall en raunin var í könnun ársins 2016, sem náði til 98,2% landsmanna.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri könnun til félagsmálaráðs sem og til vinnuhóps um húsnæðismál sveitarfélagsins til yfirferðar.

Félagsmálaráð - 224. fundur - 11.12.2018

Tekið fyrir erindi sem vísað er úr Byggðarráði, 888. fundi dags 4.12.2018.



Bókun byggðarráðs er eftirfarandi: Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála dags. 14.11.2018 þar sem fram koma niðurstöður úr könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017.

Varasjóður húsnæðismála, í samvinnu við velferðarráðuneytið og forvera þess, hefur frá árinu 2004 gert árlega könnun á stöðu leiguíbúða hjá sveitarfélögum. Könnunin hefur tekið miklum breytingum frá því að henni var fyrst ýtt úr vör t.d. hefur spurningum fjölgað úr tíu í tæplega 60.

Tilgangur könnunarinnar hefur verið að fylgjast með framvindu og breytingum á stöðu leiguíbúða en upplýsingar hafa meðal annars komið að notum við stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum.

Könnun vegna ársins 2017 var gerð í maí síðastliðnum. Alls bárust svör frá 44 sveitarfélögum, eða 59,5% þeirra. Í þessum sveitarfélögum bjuggu 89,8% landsmanna, sem er nokkru lægra hlutfall en raunin var í könnun ársins 2016, sem náði til 98,2% landsmanna.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri könnun til félagsmálaráðs sem og til vinnuhóps um húsnæðismál sveitarfélagsins til yfirferðar.





Lagt fram til kynningar.