Frá Eyþingi; Bréf til sveitarfélaga - ráðning framkvæmdastjóra í afleysingar

Málsnúmer 201810074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 885. fundur - 25.10.2018

Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, bréf dagsett þann 16. október 2018, þar sem fram kemur að stjórn Eyþings óskar eftir aukaframlagi frá sveitarfélögum vegna ráðningar framkvæmdastjóra í afleysingar til allt að sex mánaða. Hlutur Dalvíkurbyggðar er áætlaður kr. 575.877 af 9,3 m.kr.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 192.000 við deild 21800 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gert verði ráð fyrir ofangreindu í tillögu að fjárhagsáætlun 2019, kr. 384.000 á deild 21800.

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Á 885. fundi byggðaráðs þann 25.10.2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, bréf dagsett þann 16. október 2018, þar sem fram kemur að stjórn Eyþings óskar eftir aukaframlagi frá sveitarfélögum vegna ráðningar framkvæmdastjóra í afleysingar til allt að sex mánaða. Hlutur Dalvíkurbyggðar er áætlaður kr. 575.877 af 9,3 m.kr. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 192.000 við deild 21800 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gert verði ráð fyrir ofangreindu í tillögu að fjárhagsáætlun 2019, kr. 384.000 á deild 21800. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 192.000 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.