Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Samantekt vegna framkvæmda við rennibrautir

Málsnúmer 201810063

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Tekin fyrir greinargerð frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 11. október 2018, er varðar framkvæmdir við rennibrautir við Sundlaug Dalvíkur og framúrkeyrslu á kostnaði umfram heimildir.

Í upprunalegri áætlun var gert ráð fyrir 35,0 m.kr. í rennibraut en bygginganefnd Sundlaugar Dalvíkur mælti með að keypt yrði tvöföld vatnsrennibraut og óskaði því eftir viðauka að upphæð 15 m.kr., sbr. erindi dagsett þann 26. mars 2018. Áætlaður heildarkostnaður við verkið var kr. 49.931.020 og samþykkt heimild á fjárhagsáætlun 50 m.kr.

Í greinargerð sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs kemur fram að heildarkostnaður við rennibrautirnar varð kr. 66.749.331 eða 33,5% fram yfir heimild og er farið yfir ástæður þess að verkið var mun kostnaðarsamara en gert var ráð fyrir í greinargerðinni.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.