Ósk um launalaust leyfi

Málsnúmer 201805033

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 226. fundur - 23.05.2018

Lögð fram beiðni frá Erlu Hrönn Sigurðardóttur, leikskólakennara, um launalaust leyfi frá störfum í Krílakoti í eitt ár frá og með 15. ágúst 2018.
Fræðsluráð samþykkir með 3 atkvæðum að veita leyfið. Valdemar Viðarsson og Auður Helgadóttir sátu hjá.
















Byggðaráð - 869. fundur - 22.06.2018

Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní s.l. var samþykkt sú tillaga að vísa ofangreindu máli til byggðaráðs.

Á 226. fundi fræðsluráðs þann 23. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram beiðni frá Erlu Hrönn Sigurðardóttur, leikskólakennara, um launalaust leyfi frá störfum í Krílakoti í eitt ár frá og með 15. ágúst 2018.
Fræðsluráð samþykkir með 3 atkvæðum að veita leyfið. Valdemar Viðarsson og Auður Helgadóttir sátu hjá."

Reglur Dalvíkurbyggðar um launalaus leyfi starfsmanna er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, sjá https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Annad/Mannaudsstefna/141125.launalaust.leyfi.pdf

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri umsókn um launlaust leyfi á þeim forsendum að umsóknin uppfyllir ekki reglur Dalvíkurbyggðar um veitingu launalausra leyfa.