Umsókn um lóð við Sjávarbraut 7, Dalvík.

Málsnúmer 201805027

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 305. fundur - 11.05.2018

Með innsendu erindi dags. 7. maí 2018 óskar Óskar Óskarsson, fyrir hönd Valeska ehf, eftir lóðinni Sjávabraut 7, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir að veita Valeska ehf. umbeðna lóð við Sjávarbraut 7, með vísan til gr. 3.4 í úthlutunarreglum Dalvíkurbyggðar.
Hér er um sérstakt tilvik að ræða sem veitir umhverfisráði heimild til úthlutunar án undangenginnar auglýsingar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.