Ósk um breytingu á gangnadögum haustið 2018

Málsnúmer 201804104

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 117. fundur - 11.05.2018

Með innsendu erindi dags. 24. apríl 2018 óskar Zophonías Jónmundsson eftir breytingu á gangnadögum samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 25. til 26. ágúst eða 1.-2. september 2017, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar að veita frávik um viku frá auglýstum gangnadögum og þá með þeim skilyrðum að leggja til gangnamenn helgina 7.-9. september á Ytra- Holtsdal samhliða auglýstum gangnadögum.

Landbúnaðarráð vill benda á að ekki hafa verið gerðar athugasemdir við að bændur smali sín heimaupprekstarlönd á sína ábyrgð vegna sumarslátrunar óháð auglýstum gangnadögum, en taka skal fram að ef komi fram ókunnugt fé við þannig smölun þá skal því komið aftur á fjall.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.