Innsent erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur dags. 9.apríl 2018.

Málsnúmer 201804038

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 304. fundur - 12.04.2018

Til umræðu innsent erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur frá 9. apríl 2018.
Ráðið fresta afgreiðslu og óskar eftir fulltrúa frá skíðafélaginu á næsta fund ráðsins.
Ráðið felur þó sviðsstjóra að afgreiðs lið 2 samkvæmt umræðum á fundinum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Umhverfisráð - 305. fundur - 11.05.2018

Undir þessum lið koma á fund ráðsins fyrir hönd Skíðafélagsins Óskar Óskarsson kl. 08:16.

Á 304. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. apríl var eftirfarandi bókað
"Ráðið fresta afgreiðslu og óskar eftir fulltrúa frá skíðafélaginu á næsta fund ráðsins.
Ráðið felur þó sviðsstjóra að afgreiða lið 2 samkvæmt umræðum á fundinum".
Óskar Óskarsson vék af fundi kl. 09:02
Umhverfisráð þakkar Óskari fyrir upplýsingarnar og hvetur skíðafélagið til að senda erindi til Umhverfisstofnunar þar sem gerð er grein fyrir þeim áformum í landmótun sem farið var yfir og tilfærslu á efra húsi.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.