Frá Níels Kristni Benjamínssyni og Ívari Breka Benjamínssyni; Fyrirspurn um húsgrunn við Tréverk

Málsnúmer 201804006

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 862. fundur - 05.04.2018

Tekið fyrir erindi frá Níels Kristni Benjamínssyni og Ívari Breka Benjamínssyni, rafpóstur dagsettur þann 30. mars 2018, þar sem fram kemur fyrirspurn um hvort hægt sé að fá keyptan grunninn sem stendur við Tréverk og eru í eigu Dalvíkurbyggðar. Grunnurinn var keyptur af Björgunarsveitinni á Dalvík árið 2009.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í umhverfisráði vegna skipulagsmála á svæðinu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sveitarfélagið selji frá sér grunninn en þá að undangenginni auglýsingu.

Umhverfisráð - 304. fundur - 12.04.2018

Á 862 fundi byggðarráðs þann 5. apríl 2018 var eftirfarandi erindi vísað til umfjöllunar umhverfisráðs.

"Tekið fyrir erindi frá Níels Kristni Benjamínssyni og Ívari Breka Benjamínssyni, rafpóstur dagsettur þann 30. mars 2018, þar sem fram kemur fyrirspurn um hvort hægt sé að fá keyptan grunninn sem stendur við Tréverk og eru í eigu Dalvíkurbyggðar. Grunnurinn var keyptur af Björgunarsveitinni á Dalvík árið 2009.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í umhverfisráði vegna skipulagsmála á svæðinu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sveitarfélagið selji frá sér grunninn en þá að undangenginni auglýsingu."
Umhverfisráð óskar frekari upplýsinga um áætlanir fyrirspyrjenda fyrir næsta fund ráðsins.

En samkvæmt greinargerð með Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 kemur eftirfandi fram.
" Stefnt er að því að á reitnum verði byggð hús sem taki mið af stærð, formi og hlutföllum gömlu húsanna á svæðinu. Svæðið kemur einnig til greina fyrir aðflutt, gömul hús."
Ekki hefur verið unnið deiliskipulag á svæðinu.

Samþykkt með fimm atkvæðum.Umhverfisráð - 305. fundur - 11.05.2018

Tekið fyrir erindi frá Níels Kristni Benjamínssyni og Ívari Breka Benjamínssyni, rafpóstur dagsettur þann 30. mars 2018, þar sem fram kemur fyrirspurn um hvort hægt sé að fá keyptan grunninn sem stendur við Tréverk og er í eigu Dalvíkurbyggðar. Grunnurinn var keyptur af Björgunarsveitinni á Dalvík árið 2009.
En á 304. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. apríl var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð óskar frekari upplýsinga um áætlanir fyrirspyrjenda fyrir næsta fund ráðsins.

En samkvæmt greinargerð með Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 kemur eftirfandi fram.
" Stefnt er að því að á reitnum verði byggð hús sem taki mið af stærð, formi og hlutföllum gömlu húsanna á svæðinu. Svæðið kemur einnig til greina fyrir aðflutt, gömul hús."
Ekki hefur verið unnið deiliskipulag á svæðinu".
Umhverfisráð getur að svo stöddu ekki úthlutað umræddri lóð þar sem fyrirhuguð bygging á iðnaðarhúsnæði er ekki í takt við gildandi skipulag. Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda um aðra möguleika fyrir iðnaðarhúsnæði.


Samþykkt með fjórum atkvæðum.