Starfsmannamál.

Málsnúmer 201801046

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 71. fundur - 17.01.2018

Breytingar eru fyrirsjáanlegar á hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar, Gunnþór E. Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður, mun láta af störfum 1. mars n.k. vegna aldurs því er brýnt að skoða starfmannamál Hafnasjóðs. Á síðasta fundi ráðsins ræddi sviðsstjóri þessi mál og fól ráðið honum að koma með tillögu næsta fund ráðsins.
Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að fá á næsta fund ráðsins tillögu að starfslýsingum og skipurit starfsmanna Hafnasjóðs.

Veitu- og hafnaráð - 72. fundur - 14.02.2018

Á fundinum er lögð fram starfslýsing fyrir
"Hafnavörður/hafnsögumaður II". Þar er gert ráð fyrir að núverandi starfsmaður Hafnasjóðs, Rúnar Þór Ingvarsson,hafnavörður, verði færður til í starfi samkvæmt framangreindir starfslýsingu. Í framhaldi verði starf hafnavarðar auglýst laust til umsóknar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra að starfslýsingu og breyttu starfsskipulagi. Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu. Hólmfríður Guðrún Skúladóttir óskar bókað að hún teldi réttara að starfið hefði verið auglýst.

Veitu- og hafnaráð - 73. fundur - 11.04.2018

Gunnþór E. Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður mun láta af störfum þann 30. apríl 2018. Veitu- og hafnaráð þakkar Gunnþóri vel unnin störf fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og óskar honum alls hins best í framtíðinni.
Á fundinn var einnig mættur Rúnar Ingvarsson á sinn fyrsta fund ráðsins og bauð formaður hann velkominn til starfa.