Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2018

Málsnúmer 201801041

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 71. fundur - 17.01.2018

Við vinnu vegna gerðar fjárhagsáætlun 2018 kom til umræðu breyting á gjaldskrá veitunnar. Fyrir lá tillaga formanns um að gjaldskráin mundi haldast óbreytt. Þessi ákvörðun ráðsins kemur fram í starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2018.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu formanns um óbreytta gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2018.

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Á 74. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi samþykkt:
"Við vinnu vegna gerðar fjárhagsáætlun 2018 kom til umræðu breyting á gjaldskrá veitunnar. Fyrir lá tillaga formanns um að gjaldskráin mundi haldast óbreytt. Þessi ákvörðun ráðsins kemur fram í starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2018.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu formanns um óbreytta gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2018. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2018 verði óbreytt frá árinu 2017.