Aukin vetrarþjónusta og hálkuvarnir í Svarfaðardal

Málsnúmer 201801038

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 851. fundur - 11.01.2018

Til umfjöllunar frétt af vef Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins, dagsett þann 5. janáur 2018, um að vetrarþjónusta verði aukin á þjóðvegum. Fram kemur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið í samráði við Vegagerðina að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum á þjóðvegakerfinu í því skyni að bæta umferðaröryggi, m.a. á Norðurlandi á Svarfaðardalsvegi.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfisráðs til umfjöllunar og að óskað sé eftir að Vegagerðin fundi með fulltrúum umhverfisráðs og byggðaráðs. Að slíkur fundur fjalli um samráð við sveitarfélagið þannig að moksturinn þjóni íbúum sveitarfélagsins sem best.

Umhverfisráð - 300. fundur - 15.01.2018

Til umræðu boðuð aukin vetrarþjónusta og hálkuvarnir í Svarfaðardal.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal.
Ráðið furðar sig hinsvegar á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin, hún mun ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal.
Það er með hreinum ólíkindum að Vegagerðin skuli leyfa sér að mismuna íbúum dalanna um umferðaröryggi eftir því hvar þeir búa. Það fer skólabíll í báða dalina alla virka daga og einnig sækja íbúar þar vinnu til Dalvíkur.
Í báðum dölunum eru ferðaþjónustufyrirtæki sem þurfa á góðri vetrarþjónustu að halda. Einnig má geta þess að á þeirri leið sem Vegagerðin leggur til að aukin þjónusta verði, eru einungis tvö af tólf mjólkurbúum í dölunum og sækir mjólkurbíllinn mjólk á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.
Umhverfisráð gerir kröfu um að í fyrirhuguðu snjómoksturútboði verði gert ráð fyrir sjö daga þjónustu í Svarfaðardal og Skíðadal og búið verði að moka áður en skólabíllinn kemur kl. 07:30.

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar skorar á þingmenn kjördæmisins, Samgönguráðherra og Vegamálastjóra að beita sér fyrir ofangreindum tillögum ráðsins.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 311. fundur - 19.10.2018

Til umræðu svar Vegagerðarinnar vegna vetrarþjónustu í Svarfaðar- og Skíðadal.
Undir þessum lið kom á fundinn Heimir Gunnarsson frá Vegagerðinni kl. 09:00.
Umhverfisráð leggur til að forsendur verði óbreyttar frá fyrri ákvörðun Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.