Frá Júlíönu Kristjánsdóttur,Ísaki Einarssyni, Helgu Írisi Ingólfsdóttur og Helga Einarssyni; Skortur á leikskólaplássi þegar fæðingarorlofi lýkur

Málsnúmer 201801019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 851. fundur - 11.01.2018

Formaður byggðaráðs vék af fundi undir þessum lið sem formaður og kom inn á fundinn sem skólastjóri Árskógarskóla kl. 14:25. Guðmundur St. Jónsson tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kl. 14:25.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Júlíönu Kristjánsdóttur,Ísaki Einarssyni, Helgu Írisi Ingólfsdóttur og Helga Einarssyni, dagsett þann 6. janúar 2018, þar sem þau fjalla um skort á leikskólaplássum í Dalvíkurbyggð þegar fæðingarorlofi lýkur.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur, Guðrún Halldóra og Gunnþór viku af fundi kl. 15:10.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs skili byggðaráði á næsta fundi greinargerð um viðbrögð við því sem rætt var á fundinum.

Byggðaráð - 852. fundur - 18.01.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:30.

Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Formaður byggðaráðs vék af fundi undir þessum lið sem formaður og kom inn á fundinn sem skólastjóri Árskógarskóla kl. 14:25. Guðmundur St. Jónsson tók við fundarstjórn undir þessum lið. Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kl. 14:25. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Júlíönu Kristjánsdóttur,Ísaki Einarssyni, Helgu Írisi Ingólfsdóttur og Helga Einarssyni, dagsett þann 6. janúar 2018, þar sem þau fjalla um skort á leikskólaplássum í Dalvíkurbyggð þegar fæðingarorlofi lýkur. Til umræðu ofangreint. Hlynur, Guðrún Halldóra og Gunnþór viku af fundi kl. 15:10.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs skili byggðaráði á næsta fundi greinargerð um viðbrögð við því sem rætt var á fundinum".

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 17. janúar 2018.

Fram kemur að það er mat skólastjórnenda að miðað við stöðu á starfsmannamálum eins og staðan er þá sé ekki hægt að bæta við fleiri börnum. Að því sögðu er lagt til að skoðað verði hvort og þá með hvaða hætti hægt verði að fjölga börnum þegar niðurstaða um stöðu starfsmannamála liggur fyrir og aðgerðir til úrbóta.

Lagt er til að fengin verði aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga til að taka út núverandi stöðu starfsmannamála og koma með tillögur að úrbótum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hefur rætt við Vinnuvernd ehf.

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018, deild 04140, að upphæð kr. 1.484.000 til að mæta kostnaði við úttekt á starfsmannamálum Krílakots.

Hlynur vék af fundi kl. 14:03
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04140, kr. 1.484.000, viðauki 1/2018.

Fræðsluráð - 223. fundur - 14.02.2018

Lagt var fram bréf frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, Helga Einarssyni, Júlíönu Kristjánsdóttur og Ísak Einarssyni sem barst með rafpósti 8. janúar 2018. Bréfið er stílað á fræðsluráð og byggðaráð og er þess efnis að fundin verði lausn á að börn fái leikskólapláss við 9 mánaða aldur. Afgreiðsla byggðaráðs á erindi þeirra var einnig kynnt sem og greinargerð sviðsstjóra og skólastjóra Krílakots sem þeir lögðu fyrir byggðaráð 18. janúar 2018.
Bréfið og afgreiðsla byggðaráðs lögð fram til kynningar. Með vísan í fundargerð byggðaráðs 18. janúar 2018 þá er verið að vinna í starfsmannamálum.