Þann 6. desember 2017 barst rafbréf þar sem kynnt var samantekt á umfjöllunarefni fundar Samráðshóps Hafnasambandsins og Fiskistofu.
"Þann 20. september sl. var haldinn fundur í samráðshóp Fiskistofu og hafnasambandsins. Með þessum samráðshóp er ætlunin að reyna að efla efla samstarf og samskipti Fiskistofu við hafnaryfirvöld
Til upplýsingar sendi ég ykkur samantekt um umfjöllunarefni fundarins:
1. Fiskistofustjóra var falið að senda Neytendastofu bréf og ítreka fyrirspurn frá 2. maí 2017 um fjarvigtun
2. Fiskistofa vinnur áfram að tillögu til ANR um lagabreytingu til að heimila myndavélaeftirlit sem tilraunaverkefni á hafnarsvæðum. Fiskistofa haldið Hafnasambandinu upplýstu um framvindu málsins.
3. Fiskistofa og Hafnasambandið undirbúa verkefni sem felst í stuðningi Fiskistofu við eftirlitshlutverk hafnarvigtarmanna.
4. Fiskistofa sendi Hafnarsambandinu yfirlit yfir landanir erlendra skipa í íslenskum höfnum sem hafist hafa án þess að viðkomandi skip hafi fengið löndunarheimild frá eftirlitsstöð.
Stjórn hafnasambandsins óskar eftir ábendingum frá aðildarhöfnum um mál sem þarfnast umfjöllunar í starfshópnum."