Sameiginlegt erindi hafnasambandsins og Samgöngustofu

Málsnúmer 201712039

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 71. fundur - 17.01.2018

Með rafpóst sem dagsettur er 6. desember 2017 barst neðangreint erindi.

"Til aðildarhafna Hafnasambands Íslands

Reykjavík, 6. desember 2017.

Á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands, sem haldinn var föstudaginn 1. desember sl., var lagt fram sameiginlegt dreifibréf hafnasambandsins og Samgöngustofu um öryggismál í höfnum. Var samþykkt að senda dreifibréfið á allar aðildarhafnir en bréfið má finna í viðhengi."

Í bréfinu er sérstaklega bent á eftirfarandi atriði til athugunar:
a) Hvort unnt sé að efla varnir og öryggi á bryggjuendum eða bryggjusvæðum, þar sem ekki er reglulega lagst upp að.
b) Gæta að þeim bryggjuköntum þar sem almennt er ekki viðlega skipa og ganga þannig frá að ekki sé hægt að aka fram af.
c) Að vetri til þarf að gæta þess sérstaklega að ekki safnist snjór eða klaki við bryggjukanta, sem minnkar virkni þeirra til að koma í veg fyrir að ekið sé fram af bryggjunni.
d) Að venju þarf að huga vel að snjómokstri og hálkuvörnum.
e) Að skoða reglubundið ástand búnaðar, merkinga og aðstæður í því skyni að tryggja sem best öryggi í höfnum.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að kynna framangreint bréf um öryggismál í höfnum fyrir starfsmönnum Hafnasjóðs.