Breyting á stöðuhlutföllum um áramót 2017/18

Málsnúmer 201711091

Vakta málsnúmer

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 6. fundur - 28.11.2017

Kynning á fyrirliggjandi breytingum á stöðuhlutföllum hjá TÁT.
Einn af kennurum TÁT fór fram á það við skólastjóra að minnka við sig vinnu úr 100% stöðuhlutfalli niður í 70%.

Skólastjóri leggur til að 30% lækkun stöðuhlutfalls verði deilt á tvo aðra kennara sem mun ekki hafa í för með sér hækkun á launakostnaði TÁT.