Umsókn um aðgang og afnot af Stórhólstjörn

Málsnúmer 201710010

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 296. fundur - 13.10.2017

Til umræðu innsent erindi frá 27. september 2017 þar sem Júlíus Magnússon óskar eftir aðgangi og afnotum af Stórhólstjörn. Einnig til kynningar afstaða og ábendingar UST vegna málsins.
Samkvæmt 6. gr. friðlýsingarskilmála svæðisins er óheimilt að trufla dýralíf í fólkvanginum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið getur þó veitt undanþágu frá reglunum, sbr. 9. gr. skilmálanna, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisráðs Dalvíkur, gangi það ekki gegn markmiðum friðlýsingarinnar.
Umhverfisráð beinir því til umsækjanda að afla ofangreindrar undanþágu ásamt umsögnum áður en ráðið tekur umsóknina til afgreiðslu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.