Kynning á starfsemi Aflsins - Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi

Málsnúmer 201709171

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 211. fundur - 10.10.2017

Lagt fram rafbréf dagsett 28.september 2017 frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldis varðandi kynningu á starfi samtakanna fyrir sveitarfélög á Norðurlandi.
Lagt fram til kynningar. Starfsmenn sviðsins verða á kynningu frá Aflinu með félagsþjónustu Fjallabyggðar 19. október nk.

Byggðaráð - 839. fundur - 12.10.2017

Tekinn fyrir rafpóstur frá Aflinu á Akureyri, dagsettur þann 28. september 2017, þar sem fram kemur að Aflið- Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi hefur farið af stað með kynningar á starfi samtakanna fyrir sveitarfélög á Norðurlandi nú í haust. Hugmyndin er að ná saman sveitarstjórnum/félagsþjónustu ásamt helstu viðbragðsaðilum í hverju sveitarfélagi fyrir sig og halda stutta kynningu á sögu og starfsemi samtakanna.

Lagt er til að kynningin verði fimmtudaginn 19. október n.k. frá kl. 11:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum boð um ofangreinda kynningu fimmtudaginn 19. október n.k. kl. 11:30. Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og boða til fundarins í samræmi við umræður á fundinum.