Vinna U&T við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201709041

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 294. fundur - 06.09.2017

Lögð fram gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018.
Farið var yfir framlögð gögn frá sviðsstjóra.

Landbúnaðarráð - 113. fundur - 14.09.2017

Sviðsstjóri lagði fram starfs- og fjárhagsáætlun 2018 ásamt fylgigögnum.
Ráðið leggur til að óskað verði eftir fjármagni til að kosta förgun á gömlum girðingum í landi sveitarfélagsins kr. 500.000 að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við framlögð gögn.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Til umræðu og afgreiðslu starfs- og fjárhagsáætlun 2018.
Umhverfisráð samþykkir framlagðar áætlanir með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fundinum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.