Fjárhagsáætlun 2018; Frá Blakfélaginu Rimum; aukið framlag vegna strandblaksvallar

Málsnúmer 201709013

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Blakfélaginu Rimum, ódagsett, þar sem óskað er eftir auka fjárveitingu vegna uppbyggingar á strandblakvelli í Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 93. fundur - 18.09.2017

Kristinn Ingi og Jón Ingi véku af fundinum undir þessum lið kl. 16:46.
Afgreiðslu frestað. Auka fundur ákveðinn þriðjudaginn 19. september kl. 8:15.

Kristinn Ingi og Jón Ingi komu aftur á fundinn kl. 17:05.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 94. fundur - 19.09.2017

Kristinn Ingi og Jón Ingi véku af fundi kl. 9:09
Tekið fyrir erindi frá Blakfélaginu Rimum, ódagsett, þar sem óskað er eftir auka fjárveitingu vegna uppbyggingar á strandblakvelli í Dalvíkurbyggðar.

Kristinn Ingi og Jón Ingi komu aftur á fundinn kl. 9:17.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að viðbótarstyrkur til blakfélagsins árið 2018 verði allt að kr. 591.000. Vísað er í heildar samantekt undir máli 201705174.