Frá Jafnréttisstofu; Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál

Málsnúmer 201708062

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 832. fundur - 31.08.2017

Tekinn fyrir rafpóstur frá Jafnréttisstofu, dagsettur þann 23. ágúst 2017, þar sem fram kemur að boðað er til árlegs landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál föstudaginn 15. september n.k. kl. 10:000 í Stykkishólmi.

Vísað til félagsmálaráðs.

Félagsmálaráð - 210. fundur - 12.09.2017

Erindi barst frá Jafnréttisstofu dags. 07.09.2017 þar sem boðað er til árlegs landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Stykkilshólmsbæ. Fjallað verður um kynjamyndir í ferðaþjónustu, kynjajafnrétti í íþróttum, samstarfsverkefni gegn ofbeldi í nánum samböndum og farið yfir stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum og grunnskólum. Sveitarstjórnarfólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn ásamt öllum þeim sem koma að jafnréttismálum í sveitarfélaginu.

Erindið var einnig tekið fyrir á 832. fundi byggðarráðs sem vísar erindi þessu til félagsmálaráðs.
Lagt fram