Frá RÚV; Sjónvarpsþátturinn Útsvarið 2017-2018

Málsnúmer 201708023

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 830. fundur - 17.08.2017

Tekið fyrir rafbréf frá RÚV, dagsett þann 11. ágúst 2017, þar sem fram kemur að Útsvar verður á dagskrá ellefta veturinn í röð og leikar hefjast á ný þann 15. september næstkomandi.
Sveitarfélögin sem keppa í vetur eru 24 talsins eins og hefur verið síðustu ár. Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfskrafa með þennan veturinn. Hin sextán eru dregin út eftir stærð sveitarfélaganna og var Dalvíkurbyggð þar á meðal.

Óskað er því eftir staðfestingu á þátttöku sem allra fyrst sem og nöfnum, símanúmerum og netföngum keppenda. Bent er á að keppendur verða að vera af báðum kynjum.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þátttöku Dalvíkurbyggðar og felur upplýsingafulltrúa að auglýsa eftir keppendum fyrir hönd sveitarfélagsins og/eða finna keppendur.