Frá tölvuumsjónarmanni; Endurnýjun eldveggjar sveitarfélagsins

Málsnúmer 201706046

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 824. fundur - 08.06.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður, kl. 14:03.

Tekið fyrir minnisblað frá tölvuumsjónarmanni þar sem fram kemur m.a. að á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir endurnýjun á eldvegg og vinnu tengdri henni, kr. 600.000. Við úttekt og hönnun á innra neti sveitarfélagsins samhliða endurnýjun eldveggjarins og færslu netþjóna komu í ljós ákveðnir annmarkar á núverandi kerfi hvað varðar hraða og umferð á milli stofnana. Ef á að bregðast við þessu þá fylgir óhjákvæmlega aukinn kostnaður. Heildarkostnaður er áætlaður um kr. 1.263.000. Óskað er því eftir kr. 663.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til að bregðast við þessu á deild 21400.

Það er tillaga tölvuumsjónarmanns og ráðgjafa að farið verði í þessar breytingar á nethöguninni, hvort sem það verður gert nú eða síðar.

Til umræðu ofangreint.

Bjarni Jóhann vék af fundi kl. 14:08.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2017, kr. 663.000 við deild 21400.