17. júní hátíðarhöld 2017

Málsnúmer 201706005

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 13. fundur - 02.06.2017

Farið var yfir dagskrádrög vegna hátíðarhalda á 17. júní. Dagskráin er með hefðbundu sniði, nema að í ár verður ekki hægt að halda sundlaugarskemmtun, þar sem sundlaugin er lokuð vegna framkvæmda. Ungmennaráð leggur til að sundlaugarskemmtunin verði færð til og haldið upp á opnun eftir endurbætur með sambærilegum hætti og verið hefur á 17. júní. Einnig leggur ungmennaráð til að skoðað verði hvort hægt verði að fá slökkvilið, lögreglu eða björgunarsveit til að sýna bíla og tæki og jafnvel bjóða upp á hring með bílunum.