Innra mat leik- og grunnskóla 2016-2017

Málsnúmer 201705173

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 217. fundur - 14.06.2017

Gunnþór E. Gunnþórsson og Friðrik Arnarson komu til fundar klukkan 8:35
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, lagði fram innra mat skólans fyrir skólaárið 2016-2017. Innra mat Dalvíkurskóla og Krílakots verður lagt fram á næsta fundi ráðsins. Dóróþea, kennsluráðgjafi, kynnti nýjar leiðbeiningar um innra mat sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út í nóvember 2016.
Fræðsluráð þakkar Gunnþóri og Dóróþeu fyrir kynningarnar. Engar athugasemdir komu fram.
Guðrún Halldóra fór af fundi klukkan 9:10.

Fræðsluráð - 218. fundur - 05.07.2017

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, og Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, lögðu fram greinargerðir um innra mat skólanna fyrir starfsárið 2016-2017 ásamt úrbótaáætlunum.
Umræða varð um nokkra þætti sem fram komu í skýrslunum og þakkar fræðsluráð skólastjórunum fyrir greinargóðar skýrslur.