Til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 106. mál.

Málsnúmer 201703023

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 207. fundur - 14.03.2017

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 3. mars 2017. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. Óskað er umsagnar sveitarfélaga.
Félagsmálaráð hvetur þingmenn til að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum (86/2011) um verslun með áfengi og tóbak. Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á aukna forvarnarfræðslu barna og unglinga í sveitarfélaginu. Rannsóknir benda til að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu meðal barna og unglinga. Alþingi hefur nýlega lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er þversagnarkennt að auðvelda aðgengi að áfengi sem ætla má að gæti haft neikvæð áhrif á líf og uppvöxt barna og ungmenna.