Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.
Á 205. fundi félagsmálaráðs þann 10. janúar s.l. var eftirfarandi bókað:
"Félagsmálastjóri lagði fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð fór yfir drögin og unnið var að breytingum og lagfæringum sem voru samþykktar með 4 greiddum atkvæðum. Reglunum er vísað til sveitarstjórnar til samþykktar. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind drög ásamt umsóknareyðublaði.
Til umræðu ofangreint.
Eyrún vék af fundi kl. 13:47.