Sérstakur húsnæðisstuðningur

Málsnúmer 201701014

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 205. fundur - 10.01.2017

Undir þessum lið kom Arnheiður Hallgrímsdóttir starfsmaður félagsmálasviðs kl 9:15.
Félagsmálastjóri lagði fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð fór yfir drögin og unnið var að breytingum og lagfæringum sem voru samþykktar með 4 greiddum atkvæðum. Reglunum er vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
Arnheiður vék af fundi kl 10:45

Byggðaráð - 807. fundur - 12.01.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.Á 205. fundi félagsmálaráðs þann 10. janúar s.l. var eftirfarandi bókað:

"Félagsmálastjóri lagði fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð fór yfir drögin og unnið var að breytingum og lagfæringum sem voru samþykktar með 4 greiddum atkvæðum. Reglunum er vísað til sveitarstjórnar til samþykktar. "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind drög ásamt umsóknareyðublaði.Til umræðu ofangreint.Eyrún vék af fundi kl. 13:47.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerðar verði breytingar á 3. tölulið 3. gr. þannig að "og ekki í eigu sveitarfélagsins," falli út.

Byggðaráð vísar reglunum til sveitarstjórnar til afgreiðslu með tillögu að ofangreindum breytingum.

Félagsmálaráð - 211. fundur - 10.10.2017

Rætt var um sérstakan húsnæðisstuðning í Dalvíkurbyggð, fjölda umsókna til sveitarfélagsins og endurskoðun á reglum Dalvíkurbyggðar. Ábending barst frá Velferðarráðuneytinu um að sveitarfélög endurskoði reglur sínar.
Félagsmálaráð telur ekki þörf á frekari endurskoðun að svo stöddu en málið verður tekið fyrir að nýju eftir áramót.