Losun og geymsla á hænsnaskít við Ytra-Holt.

Málsnúmer 201612001

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 285. fundur - 02.12.2016

Til umræðu losun og geymsla á hænsnaskít í námu við Ytra-Holt.
Þar sem náman við Ytra-Holt er ekki viðurkenndur urðunarstaður getur umhverfisráð ekki sætt sig við að náman sé notuð sem slík. Matfugli ber að finna varanlega lausn á losun hænsnaskíts frá sínum rekstri.

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar leggur áherslu á að við endurnýjun á starfsleyfi frá HNE verði gerðar skýrar kröfur um meðhöndlun á úrgangi frá starfseminni.

Samþykkt með fimm atkvæðum.